Fara í efni

Eftirlitsheimsókn ESA vegna framleiðslu búfjárafurða

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) birti nýlega skýrslu vegna úttektar á framkvæmd opinbers eftirlits með framleiðslu búfjárafurða (mjólk og kjöt). Úttektin sem fór fram í maí 2012 er fyrsta úttekt ESA á þessu sviði eftir að matvælalöggjöf ESB tók gildi hér á landi fyrir búfjárafurðir þann 1. nóvember 2011. 
    
Megin niðurstaða úttektarinnar er sú að á Íslandi er virkt eftirlit með framleiðslu kjöt- og mjólkurafurða í samræmi við löggjöf EES, þó í ljós hafi komið nokkrir annmarkar á starfsháttum matvælafyrirtækja og opinberra eftirlitsaðila.

Varðandi opinbert eftirlit þá telur ESA skorta á að stjórnvöld beiti viðeigandi úrræðum í kjölfar brota matvælafyrirtækja. Dæmi voru um það hjá matvælaframleiðendum að fundist hafi annmarkar varðandi almennar og sértækar kröfur er sneru að hreinlæti og hollustuháttum.

Matvælastofnun hefur gert tímasetta úrbótaáætlun þar sem brugðist er við þeim ábendingum sem fram komu í úttektarskýrslunni. 

Skýrslu ESA má finna hér.Getum við bætt efni síðunnar?