Fara í efni

Dreifing mjólkur frá kúabúi stöðvuð

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu mjólkur frá bænum Auðbrekku II í Hörgársveit. Hollustuhættir á kúabúinu eru ófullnægjandi, haughús yfirfullt og flæddi út á heimreið. Um ítrekað brot er að ræða án þess að kröfur stofnunarinnar um úrbætur hafi verið virtar. 

Matvælastofnun hefur heimild til að stöðva starfsemi ef um alvarlegt tilvik eða ítrekað brot er að ræða eða ef aðilar sinna ekki úrbótum innan tiltekins frests. Dreifingarbann verður á búinu þar til úrbótum er lokið. 


Getum við bætt efni síðunnar?