Fara í efni

Breyting á reglum um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Um skeið hefur verið unnið að breytingu á reglugerð nr. 1160/2013 um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu og er þeirri vinnu nú lokið með útgáfu reglugerðar um breytingu á fyrrgreindri reglugerð. Með útgáfu nýrrar reglugerðar eru ákvæðum er lúta að landnýtingu og landbótaáætlunum breytt. Eins og kunnugt er féllu allar landbótaáætlanir sem gerðar voru samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 10/2008 úr gildi þann 31. desember 2014. Með  breytingunni (reglugerð nr. 536/2015) munu þær landbótaáætlanir halda gildi sínu til 1. mars 2016. Allri vinnu við gerð nýrra áætlana í samræmi við gæðastýringu nr. 1160/2013 með síðari breytingum skal þó vera lokið fyrir 1. mars 2016.

Ítarefni 


Getum við bætt efni síðunnar?