Fara í efni

Bretar fresta kröfu um heilbrigðisvottorð vegna kjöt- og fiskafurða til 2023

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Bresk yfirvöld hafa tilkynnt að fyrirhuguðum kröfum um opinber heilbrigðisvottorð og landamæraeftirlit fyrir dýraafurðir (kjöt- og fiskafurðir) sem taka áttu gildi síðar á árinu 2022, hafi verið frestað til ársloka 2023. Eftir sem áður er krafa um að innflytjendur í Bretlandi tilkynni vörur fyrirfram í IPAFFS.

Yfirvöld í Bretlandi munu í haust kynna nýtt fyrirkomulag innflutningseftirlits sem mun gilda jafnt um vörur frá Evrópusambandsríkjum og öðrum ríkjum og mun það m.a. byggja á áhættumati og tæknilegri nálgun við eftirlit.

Áður tilkynntar kröfur um landamæraeftirlit og heilbrigðisvottorð fyrir eftirfarandi vörur, sem ráðgert var að taka upp á árinu verða því ekki innleiddar.

Tilkynning breskra yfirvalda um frestun á innleiðingu landamæreftirlits


Getum við bætt efni síðunnar?