Fara í efni

Bólusetningu gegn garnaveiki skal ljúka fyrir 31. desember

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun minnir á að bólusetning ásetningslamba við garnaveiki á garnaveikisvæðum  á að vera lokið fyrir 31. desember.

Brot á þessari skyldu leiðir til þess að viðkomandi bær telst garnaveikibær samkvæmt reglugerð nr. 911/2011 um garnaveiki og varnir gegn henni. Ýmsar takmarkanir leggjast á þá bæi sem flokkast sem garnaveikibæir s.s. bann við flutningum líffjár milli bæja, hreinsun tækja o.fl.

Þeir sem ekki bólusetja ásetningslömb eiga ekki rétt á því að vera aðilar að gæðastýringu sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 10/2008 um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu, og verður aðild viðkomandi felld niður næsta sumar.
Matvælastofnun vinnur að því að skráningar á bólusetningu ásetnings verði skráðar í gagnagrunnin Bústofn og mun þá góð yfirsýn fást yfir þá sem bólusetja sín ásetningslömb og þá sem gera það ekki eða aðeins að hluta.


Getum við bætt efni síðunnar?