Bólusetning - nýr valkostur við geldingar grísa
Frétt -
16.04.2014
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, í samráði við Svínaræktarfélag Íslands, halda fræðslufund um bólusetningu gegn galtarlykt þriðjudaginn 6. maí 2014 kl. 13:00 – 17:00.
Ný lög um velferð dýra kalla á margar breytingar, ein þeirra er breytt verklag við geldingar grísa. Bólusetning gegn galtarlykt getur komið í stað hefðbundinnar geldingar með skurði. Fjallað verður um þennan nýja valmöguleika, kosti og galla og hvað þurfi að gera til að bændur geti bólusett í stað þess að gelda.Dagskrá
- 13:00 – 13:10 Halldór Runólfsson, skrifstofustjóri hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
Ávarp fundarstjóra - 13:10 – 15:10 Jens Christian Eskjær Jensen
Vaccination for controlling boar taint - 15:10 – 15:30 Hlé
- 15:30 – 16:00 Kjartan Hreinsson, dýralæknir heilbrigðiseftirlits hjá Matvælastofnun
Breytingar á heilbrigðisskoðun svína í sláturhúsum - 16:00 – 16:30 Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir
Hvernig hrindum við í framkvæmd breyttu fyrirkomulagi? - 16:30 – 17:00 Almennar umræður
Fræðslufundurinn er haldinn í fyrirlestrarsalnum á 1. hæð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að Skúlagötu 4, 101 Reykjavík.
Ítarefni
Frétt uppfærð 02.05.14