Fara í efni

Blekking um aðstoð við skráningu fyrirtækja á Kínamarkað

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur borist ábending um að á vefnum, www.aqsiq.net, sé framleiðslufyrirtækjum boðin aðstoð gegn peningaþóknun við skráningu þeirra á lista hjá yfirvöldum í Kína. Viðkomandi aðili lætur líta þannig út að um sé að ræða opinbera stofnun í Kína sem fer með þessi mál þar en þetta er blekking.

Matvælastofnun bendir íslenskum framleiðslufyrirtækjum sem hyggjast framleiða afurðir á Kínamarkað að hafa samband við Markaðsstofu Matvælastofnunar varðandi skráningu fyrirtækjanna í Kína.

Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar um skráningu framleiðslufyrirtækja, viðskiptaaðila og fiskafurða vegna útflutnings til Kína og má finna þær á heimasíðu Matvælastofnunar.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?