Fara í efni

Banni aflétt af sölu Robur hundafóðurs hjá Aflmarki ehf

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Þann 27. janúar 2012 var gefið út bann við sölu Robur hundafóðurs eftir að í því fundust kóprabjöllur hjá einum innflytjanda. 

Við eftirlit Matvælastofnunar fundust engar vísbendingar um umræddar bjöllur í Roburfóðri hjá fyrirtækinu Aflmarki ehf, engar kvartanir hafa borist frá viðskiptavinum fyrirtækisins auk þess sem fyrirtækið er með aðrar framleiðslulotur í sölu en bjöllurnar fundust í.
 
Matvælastofnun afléttir því hér með banni við sölu Robur fóðurs frá fyrirtækinu Aflmarki ehf.

Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?