Fara í efni

Bann við innflutningi á kolmonoxíð meðhöndluðum túnfiski

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Orðsending frá Matvælastofnun til Matvælafyrirtækja sem eru að flytja inn ferskan eða frosinn túnfisk:
 
Óheimilt er að flytja inn fiskafurðir sem meðhöndlaðir hafa verið með kolmonoxíði sem er flokkað sem óleyfilegt aukefni. Í  5. gr. Sbr. 29, laga nr. 93/1995 um matvæli, er óheimilt er að hafa matvæli  borðstólum eða dreifa þeim þannig að þau blekki kaupanda að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun, samsetningu, magn, eðli eða áhrif.

Meðhöndlun á sjávarafurðum með kolmonoxíði  til að viðhalda rauða litnum og þannig blekkja neytendur um ferskleika vörunnar er bannað í öllum ríkjum innan Evrópusambandsins nema Hollandi og þá eingöngu til  innanlandsneyslu en ekki til útflutnings.

 

Óheimilt er, og hefur verið að flytja inn til landsins fiskafurðir, þ.m.t. túnfisk, sem meðhöndlaður hefur verið með kolmonoxíði (Coldsmoke-clearsmoke). Eru innflytjendur sjávarafurða hvattir til þess að fylgja framangreindum reglum svo ekki þurfi að koma til beitingu viðurlaga.



Getum við bætt efni síðunnar?