Fara í efni

Aðskotahlutur í hnetum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.


Kaupás hf hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað af markaði First Price salthnetur (peanuts) í 250 g umbúðum vegna þess að aðskotahlutur greindist í einum poka af vörunni.  

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki:  First Price.
Vöruheiti:   Peanuts.
Nettóþyngd:  250 g.
Strikanúmer:  5701410044787.
Best fyrir:  20.11.2012.
Umbúðir:  Plastpokar.
Dreifing:  Verslanir Kaupáss um land allt (Krónan, Nóatún, Kjarval og 11-11).

Viðskiptavinum sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað henni í þeirri verslun sem hún var keypt og fengið endurgreiðslu.


Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?