Fara í efni

Allir reikningar rafrænir frá áramótum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að frá og með 1. janúar 2020 skuli allir reikningar vegna kaupa ríkisins á vöru og þjónustu vera með rafrænum hætti.

Pappírsreikningar sem eru útgefnir eftir 1. janúar 2020 munu verða endursendir og kallað eftir rafrænum reikningum. Reikningar skulu vera á svokölluðu XML formi og miðlað í gegnum skeytamiðlara. Ekki er tekið við PDF reikningum í gegnum tölvupóst.

Ef einhverjar spurningar vakna og svörin er ekki að finna á vefnum er best að hafa samband við Fjársýslu ríkisins.

Opnað verður fyrir fría skráningu á reikningum í gegnum “skúffu” á vef Fjársýslunnar.

Einnig eru aðilar byrjaðir að nota fría þjónustu með skráningu reikninga á Inexchange og skuffan.is. Mælt er með því að þessar lausnir séu skoðaðar eða þjónusta Fjársýslunnar sé nýtt.


Getum við bætt efni síðunnar?