Fara í efni

Áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Málþing um áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki verður haldið mánudaginn 23. mars  kl. 13:00-17:00 í fundarsalnum Kötlu á 2. hæð á Hótel Sögu. Tilgangur málþingsins er að miðla upplýsingum um bein og óbein áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni og hvernig eftirliti með menguninni er og verður háttað. 

 • 13.00 – 13.30 Ávarp sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra
 • 13.30 – 13.50 Almennt um efnamengun frá eldgosinu Veðurstofa Íslands
 • 13.50 – 14.10 Loftmengun - Umhverfisstofnun
 • 14.10 – 14.30 Mengun yfirborðsvatns - Jarðvísindastofnun HÍ
 • 14.30 – 14.50 Áhrif á lífríki í ám og vötnum Veiðimálastofnun
 • 14.50 – 15.10 Áhrif á villt dýr og vistkerfi - Náttúrufræðistofnun
 • 15.10 – 15.30 Kaffi
 • 15.30 – 15.50 Áhrif á gróður og fóður fyrir búfé - Landbúnaðarháskóli Íslands
 • 15.50 – 16.10 Áhrif á búfé - Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum
 • 16.10 – 16.30 Áhrif á skógrækt - Skógrækt Ríkisins
 • 16.30 – 17.00 Almennar umræður

Málþingið er haldið á vegum Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Bændasamtaka Íslands, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Fundarstjóri er Halldór Runólfsson. Hljóðupptökur og glærur vegna ofangreindra erinda og umræðna verða aðgengilegar eftir málþingið á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins,  og vef Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Mynd: Fangorn9 / CC-BY-SA-4.0


Getum við bætt efni síðunnar?