Fara í efni

Áhrif innflutnings lifandi búfjár

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Miklar líkur eru á að smitsjúkdómar bærust til landsins ef innflutningur á lifandi nautgripum, hestum og sauðfé yrði gefinn frjáls, og kostnaður fyrir samfélagið yrði mikill. Þetta kemur fram í tveimur skýrslum þar sem lagt er mat á áhættu við innflutning lifandi dýra. Annars vegar er skýrsla unnin af Dr. Preben Willeberg fv. yfirdýralækni í Danmörku, sem ber heitið „Áhættumat vegna innflutnings lifandi dýra í frjálsu flæði samkvæmt reglum ESB“ og hins vegar skýrsla unnin af  Dr. Daða Má Kristóferssyni landbúnaðarhagfræðingi hjá Háskóla Íslands sem ber yfirskriftina „Efnahagslegar afleiðingar garnaveiki í nautgripum fyrir íslensk kúabú“. Niðurstöðurnar renna stoðum undir þörf fyrir sérstakar reglur til að hindra að smitefni berist til landsins með innflutningi búfjár og þar með viðhaldi góðrar sjúkdómastöðu hér á landi. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?