Fara í efni

Áhættu- og frammistöðuflokkun matvæla- og fóðurfyrirtækja

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur í dag, 15. júní 2012, gefið út kerfi til að áhættu- og frammistöðuflokka matvæla- og fóðurfyrirtæki sem stofnunin hefur eftirlit með.  Matvælastofnun hefur nú þegar áhættu- og frammistöðuflokkað öll matvæla- og fóðurfyrirtæki sem stofnunin hefur eftirlit með samkvæmt þessu kerfi.

Tilgangurinn með flokkuninni er sá að meta eftirlitsþörf matvæla- og fóðurfyrirtækja og beina þunga eftirlitsins þangað sem áhættan með tilliti til matvæla- og fóðuröryggis er mest. Þá felur þetta einnig í sér reglur um frammistöðuflokkun fyrirtækja sem gerir mögulegt að hægt er að draga úr reglubundnu opinberu eftirliti hjá fyrirtækjum sem viðhafa góða starfshætti til að framleiða örugg matvæli eða fóður.  Hjá fyrirtækjum þar sem starfsstöðin og / eða verklag sætir hins vegar miklum ágöllum við framleiðslu fóðurs eða matvæla verður eftirlit stofnunarinnar aukið.

Kerfið er innleitt í samræmi við kröfur laga nr. 93/1995 um matvæli, og reglugerðar (EB) nr. 882/2004 um opinbert eftirlit með fóðri og matvælum sem innleidd var með reglugerð (IS) nr. 106/2010.

Þessa fyrstu útgáfu áhættuflokkunar Matvælastofnunar fyrir framleiðslu matvæla úr dýraríkinu og fóður má nálgast hér að neðan:

 


Getum við bætt efni síðunnar?