Dýraafurðir

Inn- og útflutningsskrifstofa MAST annast rekstur landamærastöðva og eftirlit með innflutningi dýraafurða til landsins og þar með inn á Evrópska efnahagssvæðið (EES), skv reglugerð nr. 1044/2011. Innflutningseftirlit með dýraafurðum felst í skoðun skjala sem þurfa að fylgja vörunni, auðkenningu vörunnar, þ.e. hvort merkingar séu réttar samkvæmt meðfylgjandi skjölum og heilnæmisskoðun sem felur meðal annars í sér hitastigsmælingar, skynmat og sýnatöku til rannsókna.

Innflutningur dýraafurða (matvæla) til einkaneyslu 

Ferðamenn frá þriðju ríkjum, þ.e. löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins mega ekki hafa meðferðis kjöt- og mjólkurvörur til Íslands Bann við innflutningi dýraafurða gildir ekki um flutning til Íslands frá öðrum EES löndum né frá Andorra, San Marino eða Sviss.

Undanþágur
 • Allt að 2 kg af ungbarnamjólkurdufti, ungbarnafæði og sjúkrafæði sem nauðsynlegt er viðkomandi vegna læknisfræðilegra ástæðna auk sjúkrafóðurs fyrir gæludýr að uppfylltum þeim skilyrðum að varan geymist við stofuhita; að hún sé í neytendapakkningum frá framleiðanda og að innsigli pakkningar sé órofið nema varan sé í notkun.
 • Allt að 10 kg af kjöt- og mjólkurvörum frá Grænlandi og Færeyjum
 • Allt að 20 kg af fiskafurðum eða einn fisk (ef þyngri en 20 kg). Þó eru engar magntakmarkanir á fiskafurðum frá Færeyjum.
 • Allt að 2 kg af öðrum dýraafurðum sem teljast til matvæla, svo sem hunangi, ostrum, kræklingi og sniglum.
 • Allt að 2 kg af niðursoðnum dýraafurðum sem hafa Fo gildi 3.00 eða hærra.
Ofangreint gildir einnig um póstsendingar til einstaklinga og á einungis við um matvæli til einkaneyslu og ekki til sölu eða dreifingar

Lög og reglugerðir sem gilda um innflutning dýraafurða:

 • Lög nr. 55/1998 um sjávarafurðir. 
 • Lög nr. 93/1995 um matvæli. 
 • Lög nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. 
 • Lög nr. 22/1994 um eftirlit með áburði, sáðvöru og fóðri
 • Reglugerð nr. 1044/2011 um eftirlit með innflutningi á dýraafurðum frá ríkum utan EES. 
 • Reglugerð nr. 1043/2011 um eftirlit með heilbrigði eldisdýra og dýraafurðum í viðskiptum innan Evrópska efnahagssvæðisins.
 • Reglugerð nr. 1251/2019 um innflutning dýraafurða til einkaneyslu
Undirflokkur og tengiliður