• Email
 • Prenta

Lausar stöður

 • Email

Eftirlitsmaður með velferð og aðbúnaði gæludýra

18.10.2018 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun óskar eftir því að ráða eftirlitsmann með velferð og aðbúnaði gæludýra í Suðvesturumdæmi með aðsetur í Hafnarfirði. Um fullt eftirlitsstarf er að ræða og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Á umdæmisskrifstofunni starfa 2 dýraeftirlitsmenn, 5 eftirlitsdýralæknar og héraðsdýralæknir.

Helstu verkefni og ábyrgð

Eftirlitsmaður sinnir fyrst og fremst eftirliti með gæludýrahaldi í umdæminu þ.e. á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og í Kjós. Eftirlit á sér m.a. stað þar sem gæludýr eru haldin þegar um eftirlits- eða tilkynningaskylda starfsemi er að ræða. Eftirlitsmaður tekur einnig á móti og vinnur úr ábendingum um illa meðferð gæludýra. Önnur verkefni geta einnig komið til. 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi svo sem dýralæknir, búfræðingur, hundaþjálfari, dýrahjúkrunarfræðingur eða önnur álíka menntun
 • Góðrar reynslu og þekkingar á umönnun gæludýra sem og atferli þeirra er krafist
 • Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg
 • Reynsla af opinberu eftirliti æskileg
 • Nákvæmni, frumkvæði, fagleg vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
 • Kurteisi, yfirvegun og fagleg framkoma í starfi
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku

Nánari upplýsingar um störfin veitir Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir, á netfanginu konrad.konradsson hjá mast.is eða eða í síma 530 4800. Umsóknir skulu sendar í gegnum þjónustugátt Matvælastofnunar merktar „Eftirlit með velferð dýra“.

Sótt er um starfið á þjónustugátt MAST og skal starfsferilskrá, prófskírteini og kynningarbréf fylgja umsókn. Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember n.k. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknir gilda í 6 mánuði nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og stéttarfélags viðkomandi.

 • Email

Héraðsdýralæknir Austurumdæmis

17.10.2018 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf héraðsdýralæknis í Austurumdæmi með aðsetur á Egilsstöðum. Um fullt starf er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Skipulag og ábyrgð á eftirliti með heilbrigði og velferð dýra
 • Skipulag og ábyrgð á eftirliti með frumframleiðslu matvæla, slátrun og vinnslu dýraafurða 
 • Framkvæmd opinbers eftirlits
 • Sóttvarnir og varnir gegn smitsjúkdómum dýra
 • Skýrslugerðir
 • Skipulag vaktþjónustu í umdæminu
 • Ábyrgð á rekstri umdæmisskrifstofu

Hæfniskröfur

 • Dýralæknismenntun og haldbær reynsla af starfi dýralæknis
 • Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku ásamt góðri almennri tölvukunnáttu
 • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg
 • Öguð vinnubrögð, góðir skipulagshæfileikar og geta til að starfa sjálfstætt
 • Góð framkoma og lipurð í samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir (sigurborg.dadadottir hjá mast.is) í síma 530 4800. Umsókn sendist í tölvupósti á netfangið starf@mast.is merkt „Héraðsdýralæknir Austurumdæmis“. Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember 2018

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands.

 • Email

Sérfræðingur á sviði inn- og útflutnings

26.07.2018 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun leitar að kraftmiklum og fjölhæfum einstaklingi með góða skipulags- og samskiptahæfni í starf sérfræðings á sviði inn- og útflutnings á Markaðsstofu í Hafnarfirði. Vinnutími er frá 08:00 til kl 16:00.


Helstu verkefni:

 • Samhæfing landamæraeftirlits innanlands og við önnur ríki innan EES.
 • Eftirlit með matvælum við inn- og útflutning þ.m.t á landamærastöðvum.
 • Samhæfing landamæraeftirlits innanlands og við önnur ríki innan EES.
 • Samskipti við inn- og útflytjendur, tollayfirvöld, flutningsaðila, löndunarþjónustur o.fl.
 • Upplýsinga- og gagnaöflun ásamt skýrslugerð.
 • Vöktun breytinga á löggjöf innan- og utanlands.
 • Gæðamál  tengd markaðsstofu og Matvælastofnun
 • Útgáfa heilbrigðisvottorða.
 • Ýmis önnur verkefni sem til falla í tengslum við skrifstofu inn- og útflutnings

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun eða önnur framhaldsmenntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla á sviði eftirlits með matvælum innan EES samningsins æskileg.
 • Þekking á lögum og reglum EES er kostur.
 • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
 • Skipulags- og samskiptahæfileikar.
 • Góð tölvu- og tungumálakunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorvaldur Þórðarson, framkvæmdastjóri í síma 530-4800 eða.á netfanginu thorvaldur.thordarson@mast.is.

Áhugasamir skila umsókn, ásamt starfsferilskrá og kynningarbréf á netfangið starf@mast.is merkt „Sérfræðingur - inn- og útflutningur“. Umsóknarfrestur er til og með 13. ágúst n.k. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.

Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á www.mast.is.

 • Email

Dýralæknir á Markaðsstofu Matvælastofnunar

11.07.2018 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun óskar eftir að ráða dýralækni til starfa á Markaðsstofu stofnunarinnar með aðsetur í Hafnarfirði. Um fullt starf er að ræða og þarf umsækjandi að geta hafið störf sem fyrst. Á Markaðsstofu starfa tíu manns. Markaðsstofa fer með málefni inn- og útflutnings dýra, dýraafurða, matvæla sem ekki eru af dýrauppruna, efna í snertingu við matvæli og ýmis önnur verkefni. Viðkomandi dýralæknir vinnur í nánu samstarfi við aðra starfsmenn skrifstofunnar en hefur jafnframt umsjón með tilteknum verkefnum samkvæmt starfslýsingu.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Eftirlit með inn- og útflutningi dýra, erfðaefnis, dýraafurða, notaðra landbúnaðartækja o.fl.
 • Útgáfa innflutningsheimilda
 • Útgáfa opinberra heilbrigðisvottorða
 • Leiðbeiningar um inn- og útflutningsmál dýraafurða, lifandi dýra o.fl.
 • Framkvæmd áhættumats vegna innflutningsmála
 • Samskipti við innlendar og erlendar stofnanir sem tengjast inn- og útflutningseftirliti
 • Fylgjast með smitsjúkdómum í dýrum og dýraafurðum í öðrum ríkjum
 • Fylgjast með löggjöf og þróun á sviði inn- og útflutnings hér á landi og í öðrum ríkjum
 • Upplýsinga- og gagnaöflun ásamt skýrslugerð
 • Önnur verkefni á verksviði markaðsstofu
 • Vinna að heilbrigðismálum varðandi markaðsaðgengi til móttökuríkja

Jafnframt felst í starfinu samskipti við aðrar stjórnsýslustofnanir hérlendis og erlendis, inn- og útflytjendur, farmflytjendur, hafnaryfirvöld, flugvallaryfirvöld o.s.frv. 

Hæfnikröfur

Umsækjendur skulu vera dýralæknar. Gerð er krafa um færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku, ásamt góðri almennri tölvukunnáttu. Nákvæm og fagleg vinnubrögð og geta til að starfa sjálfstætt eru áskilin ásamt góðri framkomu og lipurð í samskiptum. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja reynslu af störfum við opinbert eftirlit. Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur. 

Umsóknarfrestur er til 30. júlí 2018. Umsókn ásamt ferilskrá, prófskírteini og dýralæknisleyfi skal senda í tölvupósti á netfangið starf@mast.is og skrá í efnislínu „Dýralæknir Markaðsstofu“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorvaldur H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu (thorvaldur.thordarson hjá mast.is) og/eða Kristín Hreinsdóttir, mannauðsstjóri (kristin.hreinsdottir hjá mast.is) í síma 530-4800. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands.

 • Email

Dýralæknir á Markaðsstofu Matvælastofnunar

11.07.2018 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun óskar eftir að ráða dýralækni til starfa á Markaðsstofu stofnunarinnar með aðsetur í Hafnarfirði. Um fullt starf er að ræða og þarf umsækjandi að geta hafið störf sem fyrst. Á Markaðsstofu starfa tíu manns. Markaðsstofa fer með málefni inn- og útflutnings dýra, dýraafurða, matvæla sem ekki eru af dýrauppruna, efna í snertingu við matvæli og ýmis önnur verkefni.  Viðkomandi dýralæknir vinnur í nánu samstarfi við aðra starfsmenn skrifstofunnar en hefur jafnframt umsjón með tilteknum verkefnum samkvæmt starfslýsingu.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Eftirlit með inn- og útflutningi dýra, erfðaefnis, dýraafurða, notaðra landbúnaðartækja o.fl.
 • Útgáfa innflutningsheimilda
 • Útgáfa opinberra heilbrigðisvottorða
 • Leiðbeiningar um inn- og útflutningsmál dýraafurða, lifandi dýra o.fl.
 • Framkvæmd áhættumats vegna innflutningsmála
 • Samskipti við innlendar og erlendar stofnanir sem tengjast inn- og útflutningseftirliti
 • Fylgjast með smitsjúkdómum í dýrum og dýraafurðum í öðrum ríkjum
 • Fylgjast með löggjöf og þróun á sviði inn- og útflutnings hér á landi og í öðrum ríkjum
 • Upplýsinga- og gagnaöflun ásamt skýrslugerð
 • Önnur verkefni á verksviði markaðsstofu
 • Vinna að heilbrigðismálum varðandi markaðsaðgengi til móttökuríkja

Jafnframt felst í starfinu samskipti við aðrar stjórnsýslustofnanir hérlendis og erlendis, inn- og útflytjendur, farmflytjendur, hafnaryfirvöld, flugvallaryfirvöld o.s.frv.

Hæfnikröfur

Umsækjendur skulu vera dýralæknar. Gerð er krafa um færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku, ásamt góðri almennri tölvukunnáttu. Nákvæm og fagleg vinnubrögð og geta til að starfa sjálfstætt eru áskilin ásamt góðri framkomu og lipurð í samskiptum. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja reynslu af störfum við opinbert eftirlit. Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur. 

Umsóknarfrestur er til 30. júlí 2018. Umsókn ásamt ferilskrá, prófskírteini og dýralæknisleyfi skal senda í tölvupósti á netfangið starf@mast.is og skrá í efnislínu „Dýralæknir Markaðsstofu“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorvaldur H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu (thorvaldur.thordarson hjá mast.is) og/eða Kristín Hreinsdóttir, mannauðsstjóri (kristin.hreinsdottir hjá mast.is) í síma 530-4800. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands.