• Email
 • Prenta

Lausar stöður

 • Email

Eftirlitsdýralæknar á Akureyri

18.06.2019 Fréttir - Lausar stöður

Tvær stöður eftirlitsdýralækna við umdæmisskrifstofu Matvælastofnunar á Akureyri eru lausar til umsóknar. Aðsetur annars staðar innan umdæmisins en á Akureyri er samkomulagsatriði. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf fljótlega.

Helstu verkefni og ábyrgð

Eftirlitsdýralæknar sinna fyrst og fremst eftirliti samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum um dýr og matvæli. 

Helstu verkefni eru:

 • Heilbrigðiseftirlit í sláturhúsum
 • Eftirlitsstörf á sviði matvæla, dýraheilbrigðis og dýravelferðar

Jafnframt felst í starfinu sýnatökur og samskipti við opinberar stofnanir. 

Hæfnikröfur

 • Dýralæknismenntun og starfsleyfi sem dýralæknir
 • Æskilegt er að umsækjandi hafi starfað við opinbert eftirlit
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku
 • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á ensku
 • Góð almenn tölvukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið

Sótt er um starfið í þjónustugátt Matvælastofnunar og skal starfsferilskrá, prófskírteini og kynningarbréf fylgja umsókn. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir héraðsdýralæknir (sigurbjorg.bergsdottir hjá mast.is) í síma 530 4800.

Umsóknarfrestur er til og með 8. júlí nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands.

 • Email

Eftirlitsmaður með velferð og aðbúnaði dýra

12.06.2019 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun óskar eftir að ráða dýraeftirlitsmann í 100% starf. Dýraeftirlitsmaður starfar m.a. í teymi. Starfsstöð er á umdæmisskrifstofu héraðsdýralæknis Suðvesturumdæmis í Hafnarfirði. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf eigi seinna en 1. ágúst 2019.

Helstu hlutverk teymisins

 • Eftirlit með gæludýrum 
 • Eftirlit með búfjárhaldi
 • Móttaka og úrvinnsla ábendinga um illa meðferð dýra

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun í búvísindum, dýralækningum eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af búfjárhaldi og umgengni við búfé af öllum tegundum æskileg
 • Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg
 • Reynsla af opinberu eftirliti æskileg
 • Nákvæmni, frumkvæði, fagleg vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku

Nánari upplýsingar um starfið veitir Konráð Konráðsson héraðsdýralæknir (konrad.konradsson hjá mast.is) eða í síma 530 4800. 

Sótt er um starfið á þjónustugátt MAST á vef stofnunarinnar og skal starfsferilskrá, prófskírteini og kynningarbréf fylgja umsókn. Umsókn skal merkja „Eftirlit með velferð dýra“. Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2019

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknir gilda í 6 mánuði nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og stéttarfélags viðkomandi.  

Frétt uppfærð 12.06.19 kl. 11:59

 • Email

Dýralæknaþjónusta á Vestfjörðum

03.04.2019 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun auglýsir eftir sjálfstætt starfandi dýralækni til að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu á Vestfjörðum í samræmi við reglugerð nr. 846/2011. Með reglugerðinni er ætlað að tryggja dýraeigendum nauðsynlega almenna þjónustu og bráðaþjónustu við dýr á landssvæðum þar sem fjöldi dýra er takmarkaður og/eða verkefni dýralækna af skornum skammti.

Gerður verður þjónustusamningur við viðkomandi dýralækni. Samningurinn er gerður til 5 ára en með gagnkvæmum uppsagnarákvæðum. MAST tryggir skv. samningnum mánaðarlega greiðslu til að sinna dýralækna- og bráðaþjónustu á víðkomandi þjónustusvæði.

Dýralæknir sem gerir þjónustusamning skal vera með starfsstöð innan hlutaðeigandi þjónustusvæðis til að tryggja eftir föngum að dýraeigendur fái ávallt dýralækna- og bráðaþjónustu innan hæfilegs tíma. Dýralækninum er heimilt að sinna bráða- og dýralæknaþjónustu á öðrum svæðum en tilgreind eru í samningi þessum. Með sama hætti er öðrum dýralæknum heimilt að bjóða fram þjónustu sína á þjónustusvæðinu. Æskilegt er að umsækjandi hafi góða þekkingu á staðháttum og sjúkdómastöðu á viðkomandi svæði. Gerð er krafa um góða íslenskukunnáttu.

Um eftirfarandi þjónustusvæði er að ræða:

Þjónustusvæði 3: Vesturbyggð, Tálknafjarðahreppur, Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur.

Nánari upplýsingar um dýralæknaþjónustuna og gerð þjónustusamnings veitir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir sigurborg.dadadottir hjá mast.is í síma 530 4800. Jafnframt er vísað til reglugerðar nr. 846/2011 um dýralæknaþjónustu í dreifðari byggðum landsins. 

Umsóknir skulu sendar í tölvupósti á netfangið starf@mast.is merktar “Dýralæknir – þjónustusvæði 3”. Umsóknarfrestur er til og með 20. maí n.k.

Frétt uppfærð 24.04.19 kl. 17:42