• Email
  • Prenta

Lausar stöður

  • Email

Eftirlitsdýralæknir í Suðvesturumdæmi

22.05.2018 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun óskar að ráða eftirlitsdýralækni til starfa í Suðvesturumdæmi með aðsetri í Reykjavík. Um fullt starf er að ræða og þarf umsækjandi að geta hafið störf sem fyrst. Í Suðvesturumdæmi starfa fimm eftirlitsdýralæknar, dýraeftirlitsmaður og héraðsdýralæknir. Eftirlitsdýralæknir vinnur í nánu samstarfi við aðra starfsmenn skrifstofunnar en hefur jafnframt umsjón með tilteknum verkefnum samkvæmt starfslýsingu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Eftirlitsdýralæknir sinnir fyrst og fremst eftirliti samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum um dýr og matvæli.

Helstu verkefni eru eftirlit með:

  • fjölbreyttri frumframleiðslu
  • gæludýrastarfsemi
  • tilraunadýrastarfsemi
  • starfsemi tengd hrossum svo sem hrossaútflutningi, reiðskólum, hestaleigum og álíka 
  • velferð dýra, gæludýra sem búfjár

Jafnframt felst í starfinu sýnatökur og samskipti við opinberar stofnanir. Afleysingar í sláturhúsum geta komið til greina í einstaka tilfellum. 

Hæfnikröfur

Umsækjendur skulu vera dýralæknar. Gerð er krafa um færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku, ásamt góðri almennri tölvukunnáttu. Nákvæm og fagleg vinnubrögð og geta til að starfa sjálfstætt eru áskilin ásamt góðri framkomu og lipurð í samskiptum. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja reynslu af störfum við opinbert eftirlit. Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur. 

Umsóknarfrestur er til 11. júní 2018. Umsókn ásamt ferilskrá, prófskírteini og dýralæknisleyfi skal senda í tölvupósti á netfangið starf@mast.is og skrá í efnislínu „Dýralæknir Suðvesturumdæmi“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir (konrad.konradsson hjá mast.is) og/eða Kristín Hreinsdóttir, mannauðsstjóri (kristin.hreinsdottir hjá mast.is) í síma 530-4800. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands.

  • Email

Eftirlitsdýralæknir í Norðausturumdæmi

09.05.2018 Fréttir - Lausar stöður

Laust er til umsóknar starf eftirlitsdýralæknis í Norðausturumdæmi með aðsetri á Akureyri. Ráðning er frá 1. ágúst 2018.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni felast í heilbrigðiseftirlit í sláturhúsum, eftirlitsstörfum á sviði matvæla, dýraverndar og dýravelferðar, samskiptum við opinberar stofnanir ásamt umsjón með tilteknum málaflokkum á verksviði umdæmisskrifstofunnar.

Hæfnikröfur

Gerð er krafa um dýralæknismenntun. Æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja reynslu af störfum við opinbert eftirlit. Þekking eða reynslu af opinberri stjórnsýslu er kostur. Nákvæm og fagleg vinnubrögð eru áskilin. Umsækjendur þurfa að geta starfað sjálfstætt og jafnframt búa yfir samstarfshæfni og lipurð í samskiptum. Góð íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta.

Nánari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Jónsson héraðsdýralæknir (olafur.jonsson hjá mast.is)  í síma 530 4800. Umsóknarfrestur er til og með 28.05.2018. Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf. Umsókn sendist í tölvupósti á netfangið starf@mast.is og skráð „Eftirlitsdýralæknir“ í efnislínu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands. 

Frétt uppfærð 11.05.18 kl. 09:54