Innflutningur hunda og katta
Hér er að finna upplýsingar um innflutning hunda og katta til Íslands. Mikilvægt er að hafa í huga að allir hundar og kettir skulu dvelja í einangrun í 4 vikur eftir að þeir koma til landsins. Undirbúningur innflutnings getur tekið nokkra mánuði þar sem tiltekinn tími þarf að líða frá bólusetningum og þar til flytja má dýrin til landsins.
Upplýsingar, leiðbeiningar og eyðublöð vegna innflutnings hunda og katta
- Leiðbeiningar um innflutning hunda til Íslands
- Leiðbeiningar um innflutning katta til Íslands
- Þjónustugátt MAST - umsóknir um innflutningsleyfi
- Heilbrigðis- og upprunavottorð vegna innflutnings á hundi (einungis á ensku) ATH! Vottorðseyðublað uppfært 3. apríl '19
- Heilbrigðis- og upprunavottorð vegna innflutnings á ketti (einungis á ensku) ATH! Vottorðseyðublað uppfært 3. apríl '19
- Samþykktar rannsóknarstofur vegna mælingar á mótefni gegn hundaæði
- Matvælastofnun, Markaðsstofa (inn- og útflutningur), Dalshrauni 1b, 220 Hafnarfirði, sími 530 4800
- Fyrirspurnir vegna innflutnings gæludýra: petimport@mast.is
- Upplýsingar á ensku
Samþykktar einangrunarstöðvar fyrir hunda og ketti á Íslandi:
- Einangrunarstöðin í Reykjanesbæ Seljavogi 10 - 233 Reykjanesbæ - einangrun@einangrun.is - s. 421 6949 / 893 6949
- Mósel / Allir hundar ehf. Selási - 851 Hellu - allirhundar@gmail.com - s. 892 3457