Fara í efni

Bretar fresta kröfu um heilbrigðisvottorð til 1. júlí

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Bresk yfirvöld hafa ákveðið að fresta kröfu um heilbrigðisvottorð með sendingum dýraafurða til Bretlands. Krafan kemur til vegna Brexit og átti upprunalega að taka gildi 1. apríl 2021 en var síðan frestað til 1. október 2021 og nú til 1. júlí 2022.

Útflutningur fisks og annarra dýraafurða til Bretlands verður með sama sniði og áður þangað til.  


Getum við bætt efni síðunnar?