Fara í efni

Skrifstofur / umdæmi

Aðalskrifstofa á Selfossi

Aðalskrifstofa Matvælastofnunar er staðsett að Austurvegi 64 á Selfossi. Þar starfa fjögur svið: Samhæfing, Upplýsingatækni og rekstur, Stjórnsýsla og Skrifstofa forstjóra. Þar er einnig umdæmisstofa Suðausturumdæmis og aðsetur sviðsstjóra Vettvangseftirlits. 

Fagsviðsstjórar og sérgreinadýralæknar starfa á sviði Samhæfingar við matvælaöryggi og neytendamál, sértækt eftirlit og stjórnsýslu í samvinnu við lögfræðinga stofnunarinnar. Á sviði Vettvangseftirlits starfa dýraeftirlitsmenn og eftirlitsdýralæknar við eftirlit í frumframleiðslu og í sláturhúsum og einnig við stjórnsýslu í samvinnu við lögfræðinga. 

Inn- og útflutningsdeild í Hafnarfiði

Inn- og útflutningsdeild stofnunarinnar er á Dalshrauni 1b í Hafnarfirði. Deildin annast stjórnsýslu og eftirlit með inn- og útflutningi og opnun markaða. Á Inn- og útflutningsdeild starfa dýralæknar, líffræðingar og matvælafræðingar. 

Umdæmisstofur

Landinu er skipt í fjögur umdæmi. Í hverju umdæmi er umdæmisstofa MAST þar sem héraðsdýralæknir stýrir opinberu eftirliti með heilbrigði og velferð dýra og framleiðslu búfjárafurða á svæðinu.

Umdæmi 2021

Héraðsdýralæknar

Í sínu umdæmi hefur héraðsdýralæknir eftirlit með sláturdýrum, sláturafurðum og afurðastöðvum, ásamt eftirliti með heilbrigði, hirðingu, aðbúnaði og aðstöðu nautgripa á búum þar sem framleidd er mjólk til sölu.

Héraðsdýralæknar sinna framkvæmd sóttvarnaaðgerða og fylgjast með viðhaldi varnargirðinga í umdæmum. Þeir hafa eftirlit með búfé og öðrum dýrum eftir því sem lög ákveða. Einnig halda þeir skrá yfir alla eftirlitsskylda aðila í sínu umdæmi og sinna eftirliti með þeim samkvæmt sérstakri eftirlitsáætlun, sem er endurskoðuð um hver áramót. Héraðsdýralæknar vinna einnig önnur störf sem MAST felur þeim á hverjum tíma.

Fyrir neyðartilvik vegna dýra, smellið hér.

Héraðsdýralæknar og heimilisföng umdæmisstofa:

    • Héraðsdýralæknir í Suðvesturumdæmi: Ellen Ruth Ingimundardóttir (ellen.ingimundardottir[hja]mast.is), 530-4800, Dalshraun 1B, 220 Hafnarfjörður
    • Héraðsdýralæknir í Norðvesturumdæmi: Daníel Haraldsson (daniel.haraldsson[hja]mast.is), 530-4800, Sæmundargata 1, 550 Sauðárkrókur
    • Héraðsdýralæknir í Norðausturumdæmi: Sif Sigurðardóttir (sif.sigurdardottir[hja]mast.is), 530-4800, Furuvellir 1, 600 Akureyri
    • Héraðsdýralæknir í Suðausturumdæmi: Jarle Reiersen (jarle.reiersen[hja]mast.is), 530-4800, Austurvegur 64, 800 Selfoss

 

Umdæmi

Umdæmin eru þessi: 

  • Suðvesturumdæmi: 
    Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Garðabær, Grindavíkurbær, Grundarfjarðarbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Kjósarhreppur, Kópavogsbær , Mosfellsbær, Reykjanesbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Skorradalshreppur, Snæfellsbær, Stykkishólmsbær, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar
  • Norðvesturumdæmi: 
    Akrahreppur, Árneshreppur, Blönduósbær, Bolungarvíkurkaupstaður, Dalabyggð, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Ísafjarðarbær, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur, Skagabyggð, Strandabyggð, Súðavíkurhreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð
  • Norðausturumdæmi: 
    Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Fjarðarbyggð, Fljótsdalshreppur,Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Langanesbyggð, Múlaþing (að Hamarsfjarðarlínu), Norðurþing, Skútustaðahreppur, Svalbarðshreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Tjörneshreppur Vopnafjarðarhreppur og Þingeyjarsveit
  • Suðausturumdæmi:
    Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Múlaþing sunnan Hamarsfjarðarlínu, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Skaftárhreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Hornafjörður, Sveitarfélagið Ölfus og Vestmannaeyjabær

Eftirlitsdýralæknar

Eftirlitsdýralæknar hafa starfsaðstöðu á viðkomandi umdæmisstofu og starfa undir stjórn héraðsdýralæknis umdæmisins við lögboðin eftirlitsstörf, m.a. kjötskoðun, eftirlit með mjólkurframleiðslu og eldi sláturdýra. 

Dýraeftirlitsmenn

Dýraeftirlitsmenn hafa eftirlit með dýrahaldi þ.á.m. fóðrun, merkingum og aðbúnaði ásamt móttöku og úrvinnslu tilkynninga um illa meðferð dýra. Einnig annast þeir öflun og úrvinnslu hagtalna og eftirlit með skráningum dýrahalds.

Aðrar skrifstofur Matvælastofnunar

Starfsmenn Matvælastofnunar eru einnig staðsettir á eftirtöldum stöðum:

  • Hvanneyri, Hvanneyrargata 3, 311 Borgarnes
  • Ísafjörður, Árnagata 2-4, 400 Ísafjörður
  • Neskaupstaður, Bakkavegur 5, 740 Neskaupstaður
  • Egilsstaðir, Tjarnarbraut 39 b, 700 Egilsstaðir

Ítarefni

Uppfært 16.02.2024
Getum við bætt efni síðunnar?