Fara í efni

Ofnæmisvaldur (egg) ekki tilgreindur í rækju dumplings

Matvælastofnun varar þau sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir eggjum við neyslu á Mini Mandu Prawn Dumplings, því egg eru ekki tilgreind í innihaldslýsingu vörunnar.  Market Hong Phat, Suðurlandsbraut 6, hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, stöðvað sölu og innkallað vöruna frá neytendum. 
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

    • Vörumerki: Bibigo
    • Vöruheiti: Mini Mandu Prawn Dumplings
    • Geymsluþol: Best fyrir dagsetningar: 12/01/2024, 21/06/2024 og 10/08/2024
    • Strikamerki: 4 016337 916002
    • Nettómagn: 360g
    • Framleiðandi: CJ Foods Vietnam Co. LTD.
    • Framleiðsluland: Víetnam
    • Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Market Hong Phat, Suðurlandsbraut 6
    • Dreifing: Market Hong Phat

 

Leiðbeiningar til neytenda:
Neytendur sem eiga umrædda voru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni til Market Hong Phat og fá endurgreitt.

Nánari upplýsingar um innköllun:
Nánari upplýsingar veitir Market Hong Phat, Suðurlandsbraut 6 í síma 571-4336 eða í gegnum netfangið markethongphat@gmail.com

Ítarefni:


Getum við bætt efni síðunnar?