Fara í efni

Grunur um listeríu í brauðskinku

Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur lotum af brauðskinku frá Stjörnugrís vegna gruns um listeríu. Fyrirtækið hefur innkallað skinkuna í samráði við Matvælastofnun.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vöruheiti: Brauðskinka
  • Framleiðandi: Stjörnugrís
  • Síðasti notkunardagur: 16.05.2024
  • Lotunúmer: 606124096
  • Dreifing: Bónus, Krónan, Nettó, Skólamatur.

 

  • Vöruheiti: Brauðskinka
  • Framleiðandi: Stjörnugrís
  • Síðasti notkunardagur: 14.05.2024
  • Lotunúmer: 606124093
  • Dreifing: Bónus, Krónan, Nettó, Skólamatur

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, heldur farga eða skila henni til verslunar.

Ítarefni

Fréttatilkynning frá Stjörnugrís

Neytendavakt Matvælastofnunnar á Facebook

Innkallanir á heimasíðu Matvælastofnunar

Fræðsla um listeríu


Getum við bætt efni síðunnar?