Viðbúnaður bænda vegna óveðurs
Frétt -
29.10.2012
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Þar sem nú er spáð vonskuveðri um allt Norðurland á næstu dögum þá eru búfjáreigendur sem eru með búfé sitt úti, hvattir til að fylgjast með veðurspá fyrir sitt svæði. Við svona kringumstæður er æskilegast að taka það á hús eða hafa það í aðhaldi heima við, þar sem hægt er að fylgjast með því og fóðra og vatna eftir þörfum.