Fara í efni

Vegna ólöglegra flutninga sauðfjár

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Í gildi eru lög nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Þar kemur fram í 25.gr. að óheimilt sé að flytja sauðfé til lífs yfir varnarlínur nema þegar um er að ræða endurnýjun bústofns vegna niðurskurðar af völdum sjúkdóma og/eða vegna búháttabreytinga.

Matvælastofnun vill enn fremur vekja athygli á því að allur flutningur sauðfjár og geitfjár til lífs á milli bæja á svæðum sem teljast til riðusvæða er bannaður. Af sýktu svæði og innan þess er óheimilt að flytja sauðfé til lífs milli hjarða. Eftir að riða hefur verið staðfest á bæ í tilteknu varnarhólfi telst það varnarhólf vera riðuhólf næstu 20 ár á eftir.

Matvælastofnun mun kæra til lögreglu ólöglega flutninga sauðfjár þegar rökstuddur grunur er um slíkt.

Ef riða kemur upp á bæjum þar sem flutningar af þessu tagi hafa átt sér stað geta slíkir gjörningar haft þau áhrif að takmarka eða jafnvel fyrirgera rétti bænda til bóta við niðurskurð.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?