Varað við neyslu á skelfiski úr Breiðafirði
Frétt -
30.06.2009
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
|
Mælingar á eitruðum
þörungum sýna að mikil hætta er á PSP eitrun við neyslu á skelfiski úr
Eyjafirði. Sýni voru tekin 26. júní á tveimur stöðum í Breiðafirði og
greindust þörungar af tegundinni Alexandrium, sem valda PSP eitrun,
langt yfir viðmiðunarmörkum. Sýnt hefur verið fram á samhengi á
milli Alexandrium tegunda og PSP eiturs í kræklingi. Áhrif PSP-eitrunar ("Paralytic Shellfish Poisoning") á spendýr eru í því fólgin að eitrið truflar natríumbúskap taugafruma, sem leiðir af sér truflun á taugaboðum og getur valdið lömun, og jafnvel dauða. Þessi gerð þörungaeitrunar hverfur úr skelfiskinum á skömmum tíma eftir að þörungar hafa horfið af hafsvæðinu. |
Fylgst verður með þróun á vexti eiturþörunga. Hægt er að fylgjast með vöktun eiturþörunga á vef Hafrannsóknastofnunarinnar.
Ítarefni