Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í pylsum
Frétt -
19.11.2024
Matvælastofnun varar neytendur sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir sinnepi, við öllum framleiðslulotum af Frankfurt pylsur frá Pylsumeistaranum ehf. vegna þess að þær innihalda sinnep sem ekki er getið á umbúðunum. Fyrirtækið hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað vöruna.
Innköllunin á við allar framleiðslulotur af Frankfurt pylsum:
- Vöruheiti: Frankfurter pylsa
- Vörumerki: Pylsumeistarinn
- Framleiðandi: Kjöt-og pylsumeistarinn ehf, 112 Kársnesbraut, 200 Kópavogur
- Best fyrir dagsetning: Allar lotur
- Strikamerki: 2300017004724
- Dreifing: Melabúðin og Pylsumeistarinn.
Neytendum sem keypt hafa vöruna og hafa ofnæmi eða óþol fyrir sinnepi er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila í verslun.