Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í vörum frá Móður Náttúru

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur farið fram á að Gado Gado tilbúinn réttur, Hummus, Sólskinssósa og Til eru fræ frá Móður Náttúru ehf. verði innkölluð af markaði vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda.

Vöruheiti:  Gado Gado tilbúinn réttur, Hummus, Sólskinssósa og Til eru fræ.
Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Móðir náttúra ehf, Gufunesvegi, 112 Reykjavík.

Auðkenni/skýringartexti: Um er að ræða Gado Gado, tilbúinn rétt úr smjörbaunum og grænmeti, Hummus, Sólskinssósa og fræblöndu "Til eru fræ". Ekki kemur fram í innihaldslýsingu á umbúðum að vörurnar innihalda sojasósu sem inniheldur hveiti.  Sojabaunir og afurðir úr þeim og hveiti sem inniheldur glúten eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda. Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla.  
Áætluð dreifing innanlands: Matvöruverslanir um allt land.
 
Laga- /reglugerðarákvæði: 13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum.  8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.

Tekið skal fram að vörurnar eru skaðlausar fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir soja eða glúteni.

Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?