Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í sushi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur stöðvað sölu og innkallað af markaði eftirfarandi matvæli:


Vörumerki: Ósushi
Vöruheiti: SUSHI, THE TRAIN og SUSHI, THE TRAIN, 12 bita bakki.
Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Ósushi, Borgartúni 29, 105 Reykjavík 
Auðkenni/skýringartexti:  Sölustöðvun og innköllun af markaði á SUSHI, THE TRAIN og SUSHI, THE TRAIN, 12 bita bakki merktur Ósushi, vegna ómerktra ofnæmis- og óþolsvalda (soja, egg, glúten, sinnep, fiskur, krabbakjöt og sesamfræ).  Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir á umbúðum matvæla.  Einnig eru aðrar athugasemdir gerðar við merkingar vörunnar.
Laga- /reglugerðarákvæði: 4. og 13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum, sbr. og viðauka við reglugerð nr. 631/2010 um breytingu á reglugerð nr. 503/2005.
Áætluð dreifing innanlands: 10 - 11, Austurstræti og Lágmúla, Melabúðin, Fjarðarkaup, Víðir;  Skeifan og Garðabær og Flugstöð Leifs Eiríkssonar


Ítarefni



Getum við bætt efni síðunnar?