Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í graflaxsósu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
  Ópal Sjávarfang ehf. hefur í samráði við Matvælastofnun ákveðið að innkalla af markaði Graflaxsósu þar sem  hún inniheldur sinnep sem aftur inniheldur hveiti. Hveiti er ekki gefið upp í innihaldslýsingu.

Hveiti og afurðir búnar til úr þeim eru á lista yfir ofnæmis – og óþolsvalda og því varasamar fyrir
ákveðna neytendahópa.  Tekið skal fram að vörurnar eru skaðlausar neytendum sem hafa ekki ofnæmi eða óþol fyrir hveiti (glúten).

Þeir sem eiga vöruna og hafa ofnæmi getað skilað henni til Ópal Sjávarfang ehf.


Áæltuð dreifing innanlands: Ýmsar verslanir um allt land (Samkaup, Samkaup Úrval, Samkaup Strax, Nettó, Hraðkaup 10-11, Hagkaup).

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?