Fara í efni

Útgáfa á rekstarleyfi Geo Salmo hf. til fiskeldis vestan Þorlákshafnar

Matvælastofnun hefur veitt Geo Salmo hf. rekstarleyfi til fiskeldis á landi vestan Þorlákshafnar. Um er að ræða nýtt rekstarleyfi fyrir allt að 12.160 tonna lífmassa vegna seiða- og matfiskeldis á laxi.

Geo Salmo hf. sótti um rekstarleyfi fyrir 12.160 tonna hámarkslífmassa þann 19. september 2023. Tillaga að leyfinu var auglýst á tímabilinu 23. janúar til og með 20. febrúar og barst Matvælastofnun engin athugasemd vegna hennar á þeim tíma. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfis- og orkustofnunar.

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.

Ítarefni

Rekstrarleyfi Geo Salmo hf.

Greinargerð Matvælastofnunar


Getum við bætt efni síðunnar?