Fara í efni

Úrskurður ráðuneytisins vegna stjórnsýsluákæru Áburðarverksmiðjunnar á hendur Matvælastofnunar

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Í október á síðasta ári kærði Áburðarverksmiðjan stjórnsýsluákvörðun Matvælastofnunar um að birta niðurstöðu áburðareftirlits á heimasíðu sinni. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið  hefur nú úrskurðað í málinu og er niðurstaða ráðuneytisins sú að Matvælastofnun hafi ekki stoð í lögum til birtingar á niðurstöðum eftirlits.  Jafnframt er stofnuninn óheimilt að birta niðurstöður eftirlits hjá öðrum fyrirtækjum þó svo samþykki þeirra liggi fyrir vegna þeirrar „meginreglu að heimildum stjórnvalda við opinbert eftirlit verður alla jafnan ekki breytt með samningum við einkaaðila.“   Ráðuneytið bendir ennfremur á þau úrræði sem eftirlitið hefur samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, sem eru að stöðva dreifingu og sölu áburðar komi í ljós að hann uppfyllir ekki vörulýsingu.

 


Getum við bætt efni síðunnar?