Fara í efni

Úrskurður vegna höfnunar á umsókn um dýralæknisleyfi

Í febrúar 2022 sótti erlendur dýralæknir um dýralæknaleyfi til Matvælastofnunar en stofnunin gefur út slík leyfi skv. lögum nr. 66/1998. Dýralæknirinn var með menntun frá landi utan EES. Umsókninni var synjað í desember sama ár þar sem stofnunin taldi menntun dýralæknisins ekki fullnægjandi. Dýralæknirinn kærði synjunina í mars 2023 í og í maí 2024 féll úrskurður matvælaráðuneytis. Dýralæknirinn hefur þó haft tímabundið og takmarkað leyfi til starfa á Íslandi á þessum tíma.

 

Í nýlegum úrskurðir matvælaráðuneytis segir að annmarkar hafi verið á málsmeðferð stofnunarinnar en um íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun var að ræða. Ekki var fallist á aðalkröfu kæranda um að synjun Matvælastofnunar yrði felld úr gildi heldur var fallist á varakröfu kærandans, þ.e. að ákvörðun stofnunarinnar yrði vísað aftur til hennar og henni falið að taka málið til meðferðar að nýju með hliðsjón af því sem fram kemur í úrskurðinum.

Úrskurður


Getum við bætt efni síðunnar?