Fara í efni

Undanþága vegna innflutnings gæludýra frá Úkraínu felld úr gildi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Í kjölfar neyðarástands sem skapaðist vegna innrásar Rússlands í Úkraínu tók matvælaráðherra ákvörðun um, að fenginni umsögn Matvælastofnunar, að heimila flóttafólki frá Úkraínu að flytja með sér gæludýr sín til Íslands þótt þau uppfylltu ekki gildandi reglur um innflutning. Flest ríki Evrópu höfðu þá þegar veitt undanþágur frá heilbrigðiskröfum enda streymdi flóttafólk frá Úkraínu til nærliggjandi landa og áætlað er að um 5-10% þeirra hafi haft gæludýr sín meðferðis. Ströng skilyrði giltu um slíkan innflutning til Íslands sem fólu m.a. í sér allt að fjögurra mánaða einangrun og allar nauðsynlegar sýnatökur og meðhöndlun sbr. reglugerð nr. 590/2022 um innflutning hunda og katta frá Úkraínu.

Frá og með byrjun mars og fram í maí barst stofnuninni fjöldi fyrirspurna varðandi innflutning gæludýra frá Úkraínu. Sett var á laggirnar ný einangrunarstöð eingöngu fyrir þessi dýr og komu þau fyrstu til landsins þann 14. júní. Alls hafa komið 18 dýr í eigu flóttafólks frá Úkraínu og dvelja flest þeirra enn í einangrun. Nokkur hafa þó þegar uppfyllt öll innflutningsskilyrði og verið útskrifuð úr einangrun.

Þar sem verulega hefur dregið úr eftirspurn hefur ofangreind reglugerð verið felld úr gildi. Starfsemi á einangrunarstöðinni verður fram haldið þar til öll dýrin hafa lokið sinni einangrunardvöl og uppfyllt öll heilbrigðisskilyrði.

Nokkrar fyrirspurnir um innflutningsleyfi bárust áður en reglugerðin var felld úr gildi. Verði gefin út innflutningsleyfi vegna þeirra mun ríkið bera kostnað af einangrun viðkomandi dýra enda séu þau í eigu flóttafólks frá Úkraínu og uppfylli öll skilyrði um innflutning. Þau dýr skulu því flutt inn eftir hefðbundnum leiðum. 

Ítarefni

 

Exemption for import of pets from Ukraine no longer in force

Following Russia's invasion of Ukraine, the Minister of Food, Agriculture and Fisheries made a decision to allow the importation of dogs and cats owned by refugees from Ukraine even though they did not meet the health requirements for import. Most European countries had already granted exemptions from health requirements, as a large number of refugees travelled from Ukraine to neighboring countries and it is estimated that around 5-10% of them brought their pets with them.

Strict conditions applied to such imports to Iceland, which included up to four months of quarantine, testing and treatment according to Regulation no. 590/2022 on the import of dogs and cats from Ukraine.

From the beginning of March until May, MAST received a number of inquiries regarding the import of pets from Ukraine. A new quarantine station was opened for this purpose only and on June 14th the first pets arrived in Iceland. A total of 18 pets owned by refugees from Ukraine have arrived and most of them are still in quarantine. However, some have already met all import requirements and have been released from quarantine.

As number of requests have significantly decreased, the above regulation has now been repealed. The quarantine station will stay open until all the pets have completed their quarantine and met all health conditions.

Some inquiries from refugees from Ukraine about import permits were received before the regulation was repealed. The Icelandic government will bear the cost of quarantine, for those who are granted import permits provided that the relevant pets are owned by refugees from Ukraine and meet all the conditions for import. Those pets must therefore be imported by conventional means.

 


Getum við bætt efni síðunnar?