Undanþága vegna svæðisbundins stuðnings 2019
Frétt -
14.12.2018
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun, er heimilt að víkja frá skilyrðum um svæðisbundinn stuðnings skv. reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1183/2017 ef framleiðandi sýnir fram á með sannanlegum hætti að þjóðvegur að lögbýli þar sem hann stundar sauðfjárrækt hafi lokast vegna snjóa, skriðufalla og vatnavaxta í meira en átta klukkustundir í senn á sólarhring í fimm daga á ári síðastliðin tvö ár.
Sækja skal um slíka undanþágu til Matvælastofnunar með tölvupósti á johanna.magnusdottir@mast.is eigi síðar en 10. janúar 2019.
Fylgja þarf með staðfesting á ófærð frá Vegagerð eða sveitarfélagi.