Fara í efni

Undanþága vegna svæðisbundins stuðnings 2019

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun, er heimilt að víkja frá skilyrðum um svæðisbundinn stuðnings skv. reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1183/2017 ef framleiðandi sýnir fram á með sannan­legum hætti að þjóðvegur að lögbýli þar sem hann stundar sauðfjárrækt hafi lokast vegna snjóa, skriðufalla og vatnavaxta í meira en átta klukkustundir í senn á sólarhring í fimm daga á ári síðast­liðin tvö ár.

Sækja skal um slíka undanþágu til Matvælastofnunar með tölvupósti á johanna.magnusdottir@mast.is eigi síðar en 10. janúar 2019.

Fylgja þarf með staðfesting á ófærð frá Vegagerð eða sveitarfélagi.


Getum við bætt efni síðunnar?