Fara í efni

Umsóknir um leyfi til að selja líflömb 2010

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Sauðfjárbændur sem ætla að sækja um nýtt leyfi til að selja líflömb skulu senda skriflega umsókn til MAST eigi síðar en 1. apríl 2010 á eyðublöðum sem finna má á vef MAST undir eyðublöðum eða með því að hafa samband í síma 530-4800 og fá þau send. 
  
Sauðfjárbóndi sem nú þegar hefur fengið  söluleyfi heldur því milli ára án umsóknar, svo lengi sem hann uppfyllir skilyrði reglugerðarinnar. Tilkynna þarf Matvælastofnun ef óskað er að söluleyfi verði fellt niður og mun stofnunin þá taka nafn búsins af lista yfir bú sem hafa leyfi til að selja líflömb árið 2010.  
 

Umsækjendur skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði:


  • Býli sauðfjárbónda er á líflambasölusvæði, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 550/2008 um flutning líflamba milli landsvæða.
  • Eðlilegur fjöldi fullorðins fjár skal hafa verið sendur frá býli sauðfjárbónda í sláturhús eða hausum skilað inn til sýnatöku vegna riðuveiki undanfarin ár.
  • Sauðfjárbóndi skal uppfylla ákvæði reglugerða um aðbúnað, fóðrun og merkingar búfjár.
  • Sauðfjárbóndi skal hafa haldið fullnægjandi skráningar á viðskiptum með búfé og skráningar á sjúkdómum og lyfjanotkun í fé undanfarin ár.
  • Nautgripir skulu ekki hafa verið fluttir á bæinn frá bæjum utan sóttvarnarsvæðis nema með leyfi héraðsdýralæknis.
  • Smitvarnir á bænum skulu vera fullnægjandi.


Þeir aðilar sem nú þegar eru með söluleyfi en ætla einungis að selja líflömb á hrútadeginum á Raufarhöfn eru beðnir um að koma tilkynningu þess efnis til stofnunarinnar.

Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Ólafsson, sérgreinadýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma, í síma 530-4800.


Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?