Fara í efni

Umsókn um framlag til vatnsveitu á lögbýli - opnað fyrir umsóknir 1. febrúar

Þann 1. febrúar sl. opnaði Matvælastofnun fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum í samræmi við reglugerð um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum.

Umsókn um vatnsveitustyrk á lögbýli (umsókn nr. 10.06) er í þjónustugátt Matvælastofnunar. Innskráning krefst rafrænna skilríkja. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar n.k. Umsóknarfrestur verður ekki framlengdur.

Eftirfarandi fylgigögn skulu fylgja með umsókninni:

  • Mat úttektaraðila á þörf býlis fyrir framkvæmd
  • Staðfest kostnaðar- og framkvæmdaráætlun
  • Teikningar sé um byggingar að ræða
  • Umsögn viðkomandi sveitastjórnar um að skilyrði 1. mgr. 1. gr. ofangreindrar reglugerðar séu uppfyllt, þ.e. að hagkvæmara sé að mati sveitastjórnar að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um vatnsveitur sveitafélaga, nr. 32/2004

Stuðningur fyrir hverja framkvæmd getur að hámarki numið 44% af stofnkostnaði við vatnsveitu til heimilis- og búsþarfa.

Vakin er athygli á því að þeir umsækjendur sem áttu samþykkta umsókn á sl. ári en luku ekki við framkvæmd þurfa að sækja um aftur.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?