Umsjónarmaður gæðahandbókar
Frétt -
13.12.2010
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling á áhættumats- og gæðastjórnunarsvið til að ritstýra gæðahandbók stofnunarinnar. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst, en um er að ræða fullt starf í tímabundinni ráðningu á aðalskrifstofu MAST á Selfossi til og með 31. desember 2011.
Helstu verkefni:
Helstu verkefni:
- Ritstjórn Focal-gæðahandbókar
- Verkstjórn innri úttekta á gæðakerfinu
- Verkstjórn umbótaverkefna í gæðakerfinu
- Innleiðing nýrra ferla og vinnulýsinga
- Viðhald gæðakerfis
- Ytri úttektir
- Önnur tilfallandi verkefni sem starfsmanni eru falin
- Háskólamenntun eða önnur framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla æskileg af vinnu við gæðakerfi byggt á ISO 9001
- Þekking á Focalgæðakerfi er kostur
- Góð tölvukunnátta er skilyrði
- Gott vald á íslensku og ensku
- Samskipta- og skipulagshæfileikar
- Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi