Fara í efni

Um örmerkingar hrossa

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Vakin er athygli á að aðeins má nota örmerki í hross hér á landi sem eru viðurkennd af Matvælastofnun.

Eins og er selja tvö fyrirtæki viðurkennd örmerki:

  • Icepharma hf, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík (IS6202696119)
  • Vistor hf, Hörgatún 2, 210 Garðabær (IS6304023870)

Söluaðilum er eingöngu heimilt að selja örmerki til einstaklinga sem hafa leyfi Matvælastofnnar til örmerkinga hrossa. Lista yfir örmerkingamenn með slíkt leyfi má finna í gagnagrunninum Worldfengur.com (WF) undir flipanum „einstaklingur / Merkingamaður“. Söluaðilar skulu skrá hvaða númeraraðir hver örmerkingamaður kaupir svo hægt sé að hafa eftirlit með skráningum á merkingum í WF.

Skráning hrossa í WF og örmerking fyrir 10 mánaða aldurinn með viðurkenndum merkjum er lögbundin skylda allra hrossaeiganda á Íslandi. Með þessum ströngu reglum og beintengingu við gagnagrunninn HEILSU, fékkst viðurkenning Evrópusambandsins á WF sem rafrænum hestapassa. Það er grundvallaratriði fyrir útflutning hrossa og afurða þeirra. 


Getum við bætt efni síðunnar?