Tillaga að rekstrarleyfi Geo Salmo hf. til fiskeldis í Þorlákshöfn
Frétt -
23.01.2025
Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Geo Salmo hf. vegna fiskeldis á landi vestan við Þorlákshöfn. Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir 12.160 tonna hámarkslífmassa vegna seiða- og matfiskeldis á laxi.
Framkvæmdin fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun á mast@mast.is merkt 2309583. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 20. febrúar 2025.
Ítarefni