Fara í efni

Til umsagnar: Áhættuflokkun í frumframleiðslu og öðru dýrahaldi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun stefnir á að taka í gildi í ársbyrjun 2018 kerfi áhættu- og frammistöðuflokkunar við ákvörðun á tíðni eftirlits með frumframleiðslu og öðru dýrahaldi. Skjalið þar sem þessu kerfi er lýst er hér með sett í umsögn. Umsagnir skulu sendar á mast@mast.is fyrir 20. desember nk.

Kerfið var kynnt fyrir hagsmunaaðilum á opnum fundi  Matvælastofnunar 2. nóvember sl. 

Samkvæmt löggjöf er skylt að haga tíðni opinbers eftirlits með dýravelferð og matvælaöryggi eftir áhættu. Því hefur áhættuflokkun farið fram, annars vegar varðandi dýravelferð og hins vegar matvælaöryggi. Áhættuflokkar gefa ákveðna grunneftirlitstíðni. Aðrir þættir hafa áhrif á hver heildareftirlitstíðni verður og á það hversu marga eftirlitstíma þarf.

Það kerfi sem hér um ræðir tekur til þeirra sem halda nautgripi, sauð- og geitfé, hross, svín, alifugla og loðdýr og falla undir lögbundið eftirlit MAST. Þessi útgáfa tekur ekki til fiskeldis, skeldýraræktar, fiskveiða og ræktunar matjurta. Áhættu- og frammistöðuflokkun fyrir þessar greinar verður gefin út síðar. Áætlað er að áhættuflokkun fyrir fiskeldi verði gefið út árið 2018.

Að 3 árum liðnum mun frammistöðuflokkun taka gildi. Þá getur eftirlitstíðni aukist eða minnkað eftir því hvernig starfsstöðvum tekst að uppfylla kröfur löggjafar og uppfylla þannig skilyrði sem sett eru fyrir færslu milli frammistöðuflokka.

Áhættu- og frammistöðuflokkunarkerfið mun verða í sífelldri endurskoðun, þannig að hægt verður að bæta agnúa sem upp kunna að koma síðar.

Ítarefni: 

Leiðrétt frétt 05.12.17 14:57Getum við bætt efni síðunnar?