Fara í efni

Þrjú ný störf fagsviðsstjóra í matvæladeild eru laus til umsóknar

Matvælastofnun óskar eftir að ráða metnaðarfulla og drífandi einstaklinga í störf fagsviðsstjóra í nýstofnaðri matvæladeild á samhæfingarsviði stofnunarinnar. Störfin eru staðsett á aðalskrifstofu Matvælastofnunar á Selfossi eða annarri starfstöð stofnunarinnar utan höfuðborgarsvæðisins.

Nánari upplýsingar um störfin er að finna á Starfatorgi ríkisins með því að ýta hlekk viðkomandi starfs hér fyrir neðan:

Matvælastofnun er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem gætir hagsmuna neytenda og málleysingja. Megináhersla er lögð á starfsánægju, samskipti ásamt því að vera öflugt og lifandi þekkingarsamfélag.

Við stöndum vörð um heilsu manna, dýra og plantna og aukum þannig velferð og verðmætasköpun í þágu þjóðarinnar. Gildi Matvælastofnunar eru FAGMENNSKA, GAGNSÆI OG TRAUST.


Getum við bætt efni síðunnar?