Fara í efni

Takmörkuð þjónusta á föstudag

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Föstudaginn 11. mars nk. verður lágmarksstarfsemi hjá Matvælastofnun. Skiptiborðið verður opið en ekki verða gefin út útflutningsvottorð né verða tilkynningar vegna innflutnings dýraafurða og annarra matvæla áritaðar. Stofnunin hvetur því útflytjendur til að ganga frá útflutningsvottorðum vikunnar í síðasta lagi fimmtudaginn 10. mars sé þess kostur. Ennfremur eru innflytjendur beðnir um að senda tilkynningar um innflutning tímanlega fimmtudaginn 10. mars, svo þær fái afgreiðslu sama dag. Það sama gildir um vottorð vegna útflutnings hunda og katta. Dýralæknar eru beðnir um að koma þessum boðum áleiðis til þeirra viðskiptavina sem við á.

Önnur þjónusta verður einnig takmörkuð. Beiðnum verður sinnt eftir því sem unnt er. Heilbrigðisskoðun í sláturhúsum fer fram eins og aðra daga.


Getum við bætt efni síðunnar?