Fara í efni

Svínainflúensa greinist í norskum svínum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

 


  Staðfest var síðastliðinn laugardag að inflúensa A H1N1 hefði greinst í fyrsta skipti í svínum í Noregi. Svínabóndi í Norður-Þrændarlögum hafði verið veikur í 10-14 daga og fimmtudaginn 8. október greindist hann með nýja afbrigði H1N1. Áður hefur verið greint frá, að svínahirðar hafi borið svínainflúensu í svín í Kanada og á Írlandi.
 
Á býlinu eru 850 svín, þar af
85-90 gyltur. Gripið hefur verið til sóttvarnaaðgerða og hafa sýni verið tekin úr nærliggjandi svínahjörðum. Niðurstöður eru væntanlegar síðar í dag.

Eins og flestum er kunnugt hefur nýja afbrigði H1N1 (svínainflúensa) verið að breiðast út í fólki hérlendis og þurfa svínabændur að vera á varðbergi til að fyrirbyggja að veiran berist frá starfsfólki eða öðrum ábúendum í svínin. Svínainflúensa hefur aldrei greinst í svínum á Íslandi.

Svínainflúensa getur ekki borist úr svínum í menn með neyslu á kjöti úr smituðu dýri.


Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?