Fara í efni

Styrkloforð vegna vatnsveitna á lögbýlum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Í gær þann 12. maí sendi Matvælastofnun rafrænt bréf með styrkloforði til 26 umsækjenda sem sóttu um vatnsveitustyrki vegna framkvæmda við vatnsveitu á lögbýlum. Fyrirvari er gerður um að framkvæmdin standist kröfur til úttektar í haust í samræmi við reglugerð nr. 180/2016 gefin út af innanríkisráðuneytinu og þá þarf Jöfnunarsjóður sveitarfélaga endanlega að samþykkja fjárveitingu.

 

Rafrænu bréfin um styrkloforð geta umsækjendur nálgast undir Rafræn skjöl - Bréf á mínum síðum á Bændatorginu. Alls bárust 26 rafrænar umsóknir til Matvælastofnunar sem búnaðarmálaskrifstofa stofnunarinnar hefur farið yfir. Framkvæmdir eru komnar í úttektarferli hjá úttektaraðilum á vegum búnaðarsambanda, og skal úttektum vera lokið eigi síðar en 20. nóvember 2016. Styrkir eru síðan greiddir út í febrúar 2017.Getum við bætt efni síðunnar?