Fara í efni

Stuðningur um aðlögun að lífrænum framleiðsluháttum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Framleiðendur sem uppfylla skilyrði 3. gr. reglugerðar nr. 1240/2016 um almennan stuðning við landbúnað og hafa byrjað lífræna aðlögun í landbúnaði undir eftirliti faggildrar vottunarstofu og í samræmi við reglugerð nr. 74/2002 um lífræna framleiðslu landbúnaðarafurða og merkingar, með síðari breytingum, geta sótt um aðlögunarstuðning.

Skilyrði fyrir stuðningi eru fullnægjandi skil á skýrsluhaldi í þeim búgreinum sem við á hverju sinni.

Næstu daga verður opnað fyrir rafrænt umsóknarkerfi Matvælastofnunar, en umsóknir skulu berast eigi síðar en 15. maí nk. 


Getum við bætt efni síðunnar?