Fara í efni

Stjórnvaldsákvarðanir og aðgerðir Matvælastofnunar í dýravelferðarmálum o.fl. í mars 2025

Brotið gegn gæludýri

Umráðamaður hunds á Norðausturlandi beitti hann harðýðgi í viðurvist vitna og braut með því dýravelferðarlög. Lögð var á hann stjórnvaldssekt að upphæð 48.000 kr.

Úrbætur á kostnað bónda

Bóndi á Suðurlandi vanrækti fóðrun og brynningu sauðfjár vegna skorts á getu. Matvælastofnun skipaði honum tilsjónarmann fram yfir sauðburð á kostnað hans.

Hótanir kærðar til lögreglu

Í kjölfar ábendingar um slæma meðferð á hundi hjá einstaklingi á höfuðborgarsvæðinu var reynt að fara í eftirlit á heimili hans. Umráðamaðurinn hótaði eftirlitsmanni Matvælastofnunar þá ofbeldi sem er brot á 106.gr. almennra hegningarlaga. Brotið var kært til lögreglu.

Ólöglegir fjárflutningar

Bóndi á Vesturlandi var kærður til lögreglu fyrir brot á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Sauðfé í eigu hans slapp yfir varnarlínu á milli smithólfa. Í stað þess að slátra því strax eins og krafist er í dýrasjúkdómalögum flutti hann það til baka á bæ sinn og braut þar með lögin tvisvar.


Getum við bætt efni síðunnar?