Fara í efni

Starf héraðsdýralæknis í Vesturumdæmi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf héraðsdýralæknis í Vesturumdæmi frá og með 1. nóvember 2011. Um er að ræða fullt starf og verður umdæmisskrifstofan staðsett í Búðardal.

Helstu verkefni: 


 • Skipulag eftirlits með heilbrigði og velferð dýra
 • Skipulag eftirlits með framleiðslu matvæla
 • Framkvæmd opinbers eftirlits
 • Sóttvarnir og varnir gegn smitsjúkdómum dýra
 • Gerð eftirlitsáætlana og skýrslugerðir
 • Skipulag vaktþjónustu í umdæminu
 • Samskipti við einstaklinga og fyrirtæki
 • Umsjón með rekstri umdæmisskrifstofu
 • Önnur verkefni sem starfsmanni eru falin


 Menntunar- og hæfniskröfur:  • Háskólamenntun í dýralækningum
 • Reynsla af eftirliti og opinberri stjórnsýslu
 • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Góð framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Góðir skipulagshæfileikar
 • Góð tölvu- og tungumálakunnátta


Nánari upplýsingar um starfið veita Jón Gíslason (jon.gislason@mast.is) og Hafsteinn Jóh. Hannesson (hafsteinn.hannesson@mast.is) í síma 530-4800. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Gögnum skal skilað til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, merktum “Héraðsdýralæknir” eða með tölvupósti á mast@mast.isen umsóknarfrestur er til og með 20. september 2011. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á www.mast.is.


Getum við bætt efni síðunnar?