Fara í efni

Staða mála varðandi smitandi barkabólgu í kúm

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Landssamband kúabænda hefur óskað eftir samstarfi við Matvælastofnun um að farið verði í sýnatöku á öllum kúabúum landsins vegna sjúkdómsins smitandi barkabólgu sem greindist á Egilsstaðabúinu á Völlum í sýni sem tekið var við reglubundna skimun. Frá árinu 2007 hafa árlega verið tekin sýni frá u.þ.b. 80 búum á ári til rannsókna á nokkrum alvarlegum smitsjúkdómum, þar á meðal smitandi barkabólgu en öll sýni hafa hingað til verið neikvæð. Matvælastofnun fagnar erindi kúabænda og mun kalla eftir sýnum frá öllu landinu á næstu dögum. Stofnunin hefur þegar gert ráðstafanir til að fá sýni frá öllum kúabúum í Austurumdæmi, sem spannar svæðið frá Vopnafirði til Öræfa. Jafnframt mun stofnunin taka frekari sýni á Egilsstaðabúinu til að rannsaka nánar eðli sýkingarinnar. Þetta er hluti af rannsókn á uppruna smitsins og nauðsynlegur grundvöllur ákvarðanatöku um aðgerðir. Eins og áður hefur komið fram hefur verið mælt fyrir um auknar smitvarnir og bann við sölu lífdýra frá búinu. Fundur verður haldinn með bændum á svæðinu á fimmtudag.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?