Fara í efni

Sorbitól sem reyndist vera natríumnítrít ekki flutt inn af innflytjendum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varaði í síðustu viku við vöru sem seld var sem sorbitól en var í raun natríumnítrít. Natríumnítrít getur verið lífshættulegt í háum skömmtum og varð neysla vörunnar einstaklingi að bana á læknastofu á Ítalíu. Stofnunin upplýsti heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, Landlæknisembættið og Lyfjastofnun um málið og hóf rannsókn á því hvort varan hafði verið flutt til Íslands. Staðfesting hefur nú borist frá innflytjendum sorbitóls um að þessi vara hafi ekki verið flutt til landsins.



Umrædd vara var seld af fyrirtækinu Mistral Laboratory Chemicals á N-Írlandi. Fyrirtækið hefur stöðvað sölu á vörum sem ætlaðar eru til manneldis og eBay hefur stöðvað netsölu á vörunni. Matvælastofnun getur hins vegar ekki útilokað að varan hafi verið keypt af einstaklingum í gegnum netsölu áður en sala var stöðvuð og ítrekar viðvörun sína um að neyta ekki sorbitóls sem merkt er fyrirtækinu Mistral. Myndir af merkingum vörunnar er að finna í fréttatilkynningu bresku matvælastofnunarinnar sem nálgast má hér að neðan. Einstaklingar eru beðnir um að upplýsa Matvælastofnun ef þeir hafa þessa vöru undir höndum.

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?