Fara í efni

Slysaslepping í Tálknafirði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Slysaslepping á eldislaxi varð úr sjókví Fjarðalax í Tálknafirði í byrjun mánaðar. Orsök tjóns og umfang slysasleppingar liggja ekki fyrir en 5 fiskar úr sjókvínni hafa veiðst í net eftir atvikið fram til þessa.

Matvælastofnun barst tilkynning frá Fjarðalaxi um fisk utan kvíar og gat á nótarpoka sjókvíar fyrirtækisins að Laugardal í Tálknafirði að morgni 6. júlí. Við eftirlit Matvælastofnunar 9. júlí sl. var farið yfir atburðarás atviksins, búnað og viðbrögð fyrirtækisins. Ljóst er að slysaslepping hefur átt sér stað en umfang sleppingar er óljóst. Meðalþyngd fiska í umræddri kví er 3,5 kg og voru um 150.000 fiskar í kvínni. Fiskistofa stjórnar veiðum vegna slysasleppinga og hafa 5 fiskar veiðst í net eftir slysasleppinguna. Viðbrögð fyrirtækisins voru skv. skráðum verkferlum þess. Gert var við göt eftir að þau uppgötvuðust og viðbragðsáætlun vegna slysasleppingar virkjuð. 


Getum við bætt efni síðunnar?