Fara í efni

Skýrsla um stofnanagreiningar á 21 salmonella stofni

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Frá árinu 2000 hefur talsvert borið á Salmonella Infantis smiti hér á landi helst í svínum og alifuglum en einnig í sviðum og sauðfé. Matvælastofnun óskaði þess vegna eftir því hjá sýklafræðideild Landspítalans að valdir Salmonella Infantis stofnar yrðu rannsakaðir með svokallaðri Pulse Field Gel Electrophoresis (PFGE) aðferð til þess að greina og bera saman erfðabandamynstur þeirra. Með þessum rannsóknum má meta skyldleika stofna og í framhaldi af því skoða faraldsfræðileg tengsl þeirra á milli.

Alls voru rannsakaðir 17 Salmonella Infantis stofnar og 4 Salmonella Worthington stofnar. Salmonella Worthington stofnarnir voru rannsakaðir til þess að bera saman mynstur erfðabanda þeirra við mynstur Salmonella Worthington stofnanna sem voru rannsakaðir í febrúar 2010 (sjá skýrslu þar um á heimasíðu MAST) í þeim tilgangi að kanna hvort um sama uppruna gæti verið að ræða.

Sú tilgáta er sett fram í skýrslunni að um tvo klasa (klasa 1 og 2) sé að ræða hér á landi af Salmonella Infantis smiti. Í klasa 1 eru stofnar úr sojamjöli og kjúklingum og í klasa 2 eru stofnar úr sauðfé, svínum og kjúklingum. Salmonella Worthington stofnarnir sem rannsakaðir voru nú reyndust óaðgreinanlegir frá stofnunum sem rannsakaðir voru í febrúar 2010.

Niðurstöður rannsóknarinnar og túlkun á þeim eru birtar í skýrslunni „Stofnagreiningar á 21 Salmonella stofni – Ágúst 2011“.

Skýrsluna má lesa hér.

Frekari upplýsingar veita:

    Konráð Konráðsson
konkon hjá mast.is
    Sigurborg Daðadóttir sigurborg.dadadottir hjá mast.is

Getum við bætt efni síðunnar?